Saga Sjóvá

Sjóvátryggingafélag Íslands var stofnað árið 1918. Fólki hafði þá sviðið um nokkurt skeið að á Íslandi væri ekki starfandi innlent almennt vátryggingafélag, heldur aðeins umboðsskrifstofur erlendra félaga. Með stofnun félagsins var því stigið fyrsta skrefið hér á landi til að reka sjálfstætt, innlent tryggingahlutafélag. Það var trú fólks að þannig væri betur hægt að mæta þörfum viðskiptavina og veita þeim betri þjónustu.