Sjóvá fær einkunnina B1 og 80 stig af 100 mögulegum í sjálfbærnimati Reitunar

Reitun hefur gefið út UFS sjálfbærnimat á Sjóvá sem fékk einkunnina B1 og 80 stig af 100 mögulegum sem telst góður árangur. Félagið fær sama stigafjölda og í fyrra en kröfur í matinu eru að aukast ár frá ári. Meðaltal íslenska markaðarins stendur nú í 73 stigum af 100 mögulegum hjá þeim félögum sem Reitun hefur metið.